Við erum fulltrúar vörumerkisins Monsieur Armand, sem er franskur sætabrauðsmeistari og sérfræðingur í ekta, frönskum makkarónum. Makkarónurnar okkar eru handgerðar af Armand til að tryggja áreiðanleika aldagamalla hefða okkar. Armand notar eingöngu hágæða hráefni, þar á meðal 1. flokks súkkulaði frá franska framleiðandanum Valrhona, og tryggir þannig sækera upplifun.
Sem barn var ég heillaður af ilminum af lofnarblómum, karamellu og sætum kökum sem móðir mín og amma framreiddu af franskri ástríðu og listfengi. Innblásinn af franskri bökunar hefðum náði ég að fullkomna listina við að búa til makkarónur og get nú boðið þér bestu makkarónur á Íslandi.
— Armand, kökugerðarmaður
Við notum úrvals hráefni, þar á meðal franskt Valrhona súkkulaði, til að útbúa makkarónur gerðar úr möndlum, sykri, rjóma, súkkulaði, ávaxtamauki og eggjahvítum. Makkarónurnar eru glútenlausar en innihalda laktósa, hnetur og sesam ofnæmisvalda.
— Hráefni
Ítalskur marengs gefur makkarónunum fullkominn gljáa en malaðar möndlur og sykur er uppistaða hans. Skeljarnar eru handgerðar, þar sem notast er við sprautupoka og ofnskúffan svo hrist örlítið fyrir bakstur til að ganga úr skugga um að marengsinn hafi
sest vel.
— Skeljarnar
Fyllingarnar eru yfirleitt gerðar úr því sem við köllum á frönsku ganache, sem er blanda af bræddu súkkulaði og rjóma. Það er sannarlega matarhandverk að setja fyllinguna rétt á milli skeljanna til að fá fullkomna áferð - brakandi skeljar og mjúka fyllingu.
— Fyllingar
Liquid error (layout/theme line 293): Could not find asset snippets/custom-fonts.liquid